Á undanförnum vikum hafa sex nýir starfsmenn bæst í starfsmannahóp auglýsingastofunnar Pipars\TBWA.

Kría Benediktsdóttir er grafískur hönnuður með BA frá LHÍ, sem starfaði áður hjá Hvíta húsinu, EogCo og Brandenburg.

Kría Benediktsdóttir
Kría Benediktsdóttir

Alexandra Axelsdóttir er birtingarráðgjafi með MS í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá HÍ. Hún starfaði áður sem verkefnastjóri hjá Tulipop og Trix.

Alexandra Axelsdóttir
Alexandra Axelsdóttir

Einar Aðalsteinsson forritari er menntaður leikari frá LAMDA. Hann vann um tíma í samfélagsmiðladeild Pipars\TBWA, en starfaði síðan sem forritari í New York áður en hann snéri aftur Pipars\TBWA.

Einar Aðalsteinsson
Einar Aðalsteinsson

Eyrún Eyjólfsdóttir Steffens er kvikari með menntun í grafískri hönnun og starfaði meðal annars áður hjá Sagafilm og Ignition Creative í Kaliforníu.

Eyrún Eyjólfsdóttir Steffens
Eyrún Eyjólfsdóttir Steffens

Aðalheiður Konráðsdóttir er markaðsráðgjafi með MS í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum. Hún hefur meðal annars unnið hjá Íslensku auglýsingastofunni, Arion banka og ENNEMM.

Aðalheiður Konráðsdóttir
Aðalheiður Konráðsdóttir

Hólmfríður Rut Einarsdóttir er markaðsráðgjafi með BA frá Köbenhavns Erhvervsakademi (KEA) í markaðsfræðum, samskiptamiðlun og hönnunartækni.

Hólmfríður Rut Einarsdóttir
Hólmfríður Rut Einarsdóttir

,,Það er okkur, sem störfum hjá PIPAR\TBWA, sönn ánægja að fá svo vel menntað og reynslumikið fólk til starfa sem mun án efa styrkja og auka breidd auglýsingastofunnar enn frekar," segir Valgeir Magnússon , framkvæmdastjóri Pipars\TBWA.