Sex manns bjóða sig fram til stjórnar Reginn hf, fyrir aðalfund félagsins 14. mars næstkomandi. Þar af bjóða sig tveir fram sem ekki sitja nú þegar í stjórn, en annar þeirra situr í varastjórn og býður sig jafnframt fram í hana.

Ólöf Hildur Pálsdóttir, sem kom inn í stjórnina fyrir ári síðan, býður sig ekki fram á ný nú.

Eftirtaldir bjóða sig fram í stjórn Reginn:

  • Tómas Kristjánsson - í stjórn frá 2014, stjórnarformaður
  • Albert Þór Jónsson - í stjórn frá 2015
  • Bryndís Hrafnkelsdóttir - í stjórn frá 2014
  • Guðrún Tinna Ólafsdóttir - í stjórn frá 2018
  • Heiðrún Emilía Jónsdóttir - nýr frambjóðandi
  • Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir - nýr frambjóðandi, situr í varastjórn.

Þeir sem bjóða sig fram til varastjórnar eru þeir sömu og sitja í henni nú:

  • Finnur Reyr Stefánsson
  • Hjördís D. Vilhjálmsdóttir

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn fimmtudaginn 14. mars 2019 í Hörpu tónlistar og ráðstefnuhúsi, í Rímu fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, klukkan 17:00.