Miðvikudagur, 25. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

SFO rannsakar brask með millibankavexti

6. júlí 2012 kl. 14:11

Bob Diamond, forstjóri Barclays

Æðstu stjórnendur breska bankans Barclays hafa fokið hver á fætur öðrum vegna markaðsmisnotkunar með vexti.

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (e. Serious Fraud Office) ætlar að rannsaka misnotkun á markaði með millibankavexti. Breska fjármálaeftirlitið sektaði Barclays í síðustu viku vegna brasksins upp á 290 milljónir punda, um 60 milljarða íslenskra króna. Síðan þá hafa nokkrir af æðstu yfirmönnum bankans tekið poka sína, þar á meðal bankastjórinn Bob Diamond.  

David Green, forstjóri efnahagsbrotadeildarinnar, segir í samtali við netútgáfu breska blaðsins Guardian, að hann hafi ákveðið að ráðast í rannsóknina eftir að hafa skoðað gögn sem lágu til grundvallar sektargreiðslunni. Guardian segir rannsókn efnahagsbrotadeildarinnar víðtæka og ná til fleiri banka og fjármálafyrirtækja en Barclays. Allt
Innlent
Erlent
Fólk