Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafna því að hafa brotið gegn verkfallsrétti á þriðjudag. Þá var sagt í fréttum flestra fjölmiðla að Verkalýðsfélag- og sjómannafélag Sandgerðis teldi Nesfisk ehf. hafa brotið gegn verkfallsrétti þegar tvö skipa fyrirtækisins héldu til veiða í gær.

„Enginn í áhöfn skipanna tveggja er í Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis og enginn í áhöfn gekk í störf einstaklinga sem eru í verkfalli. Þá breytir engu í þessu samhengi að hlutaðeigandi skip séu gerð út á félagssvæði Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis. Boðvald stéttarfélagsins er bundið við eigin félagsmenn og nær því ekki til starfsmanna sem ekki eru félagsmenn í hlutaðeigandi stéttarfélagi. Þeim einstaklingum verður því ekki gert að leggja niður störf,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Þá segja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi jafnframt að það sé alvarleg íhlutur að beita sektum eða stöðva skip sem halda til veiða með lögmætum hætti og því sé um ólögmæta íhlutun stéttarfélags að ræða, og kann það að leiða til skaðabótaskyldu þess.