*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 15. apríl 2019 11:10

Pt. Capital ekki í viðræðum við Skúla

Eigandi Kea hótela og Nova segist ekki eiga í viðræðum um þátttöku í endurreisn Wow air.

Ritstjórn
Hugh Short.
Haraldur Guðjónsson

Hugh Short, stofnandi og forstjóri fjárfestingafélagsins Pt. Capital, segir Pt. Capital ekki í viðræðum um að taka þátt í endurreisn Wow air að því er fram kemur á Linkedin síðu Short. Frásagnir íslenskra fjölmiðla þess efnis séu rangar.

 RÚV greindi frá því um helgina að fulltrúar félagsins hafi fundað með Skúla Mogensen um aðkomu að endurreisn Wow air. 

Pt Capital á 75% hlut í Kea hótelum og helmingshlut í Nova. Short tjáði sig einnig á Linkedin síðu sinni um fall Wow air. Stóra spurningin væri hvers vegna ríkið hefði ákveðið að bjarga ekki rekstri Wow air.

Short taldi að fall Wow muni hafa áhrif víða í ferðaþjónustunni en áhrifin verði að mestu komin fram á næsta ári. „Áhrif Wow verða fyrst um sinn bundin við ferðaþjónustuna en svo mun áhrifanna fara að gæta á öðrum mörkuðum eins og verslun, bílasölu og fasteignum,“ sagði Short.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim