Fjórar stærstu lögmannsstofur landsins högnuðust um samstals 1,5 milljarða króna á síðasta ári. Þetta eru lögmannsstofurnar Logos, Lex, BBA Legal og Landslög. Fram kemur í samantekt yfir afkomu stofanna í Morgunblaðinu í dag að arðgreiðslur til eigenda þeirra nemi um 1,2 milljörðum króna.

Stjórn Logos leggur til að tæplega 500 milljónir króna verði greiddar til eigenda í arð og mun hver 15 eigenda fá að meðaltali ríflega 33 milljónir króna vegna afkomunnar í fyrra. Hluthafar BBA Legal fá 269 milljónir króna í arð og fær hver eigenda yfir 50 milljónir króna að meðaltali. Þá leggur stjórn Landslaga til að eigendur lögmannsstofunnar fái greiddar 235 milljónir í arð. Eigendurnir eru tólf talsins og fá að meðaltali um 20 milljónir króna hver. Þá eru eigendur lögmannsstofunnar Lex 19 talsins og fá þeir um 9 milljónir króna hver að meðaltali vegna afkomu fyrirtækisins í fyrra.