Þýska stórfyrirtækið Siemens hefur ákveðið að hætta þátttöku í rússneska orkuverkefninu Interautomatica eftir að í ljós koma að fjórar gastúrbínur félagsins sem seldar voru til Rússlands hefðu verið fluttar til Krímskagans. Krímskagasvæðið lýtur refsiaðgerðum Evrópusambandsins vegna deilna um yfirráð þess við Úkraínu.

Fyrirtækiðs, sem staðsett er í Münich segir að þrátt fyrir að því hafi nú borist sannanir fyrir því að búnaðurinn hafi borist til Krímskagans, bendi ekkert til þess að það hafi brotið reglur um útflutning til héraðsins.

„Um er að ræða augljóst brot á afhendingarskilmálum Siemens, trausti og ESB reglugerðum,“ segir í yfirlýsingu félagsins. „Siemens mun að fullu draga sig út úr minnihlutaeignarhluti sínum í rússneska fyrirtækinu Interautomatica.“ Heimildir Reuters fréttastofunnar herma að rússneska félagið hafi átt hlutdeild í uppsetningu búnaðarins á Krímskaganum.

Hefur félagið jafnframt boðið til að kaupa búnaðinn aftur og rifta upphaflegum samningi við félagið Technopromexport, sem það hyggst jafnframt fara í mál við fyrirtækið til að freista þess að stöðva frekari afhendingar til Krímskagans og snúa túrbínunum til upphaflegrar staðsetningar sinnar í Taman í suðurhluta Rússlands.