Flugvélin TF-SIF sinnir þessa dagana verkefnum í Miðjarðarhafi fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex. Hún var í hefðbundinni eftirlitsferð á laugardaginn þegar hún flaug yfir Viðey R-50 og að sjálfsögðu smellti áhöfn flugvélarinnar af nokkrum myndum.

Frá þessu segir á heimasíðu Landhelgisgæslunnar.

Viðey RE er rétt nýfarin frá Istanbúl í Tyrklandi og framundan er tæplega hálfs mánaðar sigling heim til Íslands. Viðey er síðasta skipið í röð þriggja nýrra ísfisktogara sem Celíktrans skipasmíðastöðin í Tyrklandi smíðaði fyrir félagið en áður voru uppsjávarskipin Venus NS og Víkingur AK smíðuð fyrir HB Granda hjá sömu stöð.

Formleg móttaka vegna komu Viðeyjar til heimahafnar í Reykjavík verður þann 22. desember.