*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 16. febrúar 2018 16:40

Sif sagt upp störfum í ráðuneytinu

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að aðstoðarmaður sinn, Sif Konráðsdóttir, hætti störfum frá og með deginum í dag.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hefur ákveðið að víkja aðstoðarmanni sínum, Sif Konráðsdóttur frá störfum. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun taldi Sif ráðherra ekki vanhæfan til að fjalla um hvort jörð í eigu hennar og manns hennar ætti að fá friðlýsingu.

Höfðu þau hjónin barist gegn lagningu Blöndulínu til Akureyrar í gegnum jörð þeirra Hóla í Öxnadal, og vísaði Umhverfisstofnun staðfestingu á friðuninni til ráðuneytisins.

„Ég hef tekið þá ákvörðun að Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður minn, hætti störfum frá og með deginum í dag,“ segir Guðmundur í stuttri yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla. „Ég óska Sif alls hins besta og þakka henni fyrir samstarfið.“

Á laugardag bárust fréttir um að Sif hefði verið kærð til Lögmannafélagsins árið 2008 fyrir að greiða ekki barnungum brotaþola kynferðisofbeldis bætur sem honum höfðu verið dæmdar í hæstarétti. Tók það brotaþolann hálft ár að fá peningana afhenta eftir að viðkomandi varð 18 ára gamall, en Sif hafði verið réttargæslumaður viðkomandi að því er Vísir greinir frá.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim