*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 30. september 2016 14:58

Siggi's skyr selt í Starbucks

Siggi's skyr, sem byggt er á íslenskri uppskrift mun fást í Starbucks í haust.

Ritstjórn
Mynd af Facebooksíðu Siggi's.
Aðsend mynd

Siggi's skyrframleiðandi, verður nú í boði hjá einni stærstu og þekktustu kaffikeðju heims, Starbucks. Frá þessu er grein á Facebook síðu Siggi's og á heimasíðu Starbucks.

Skyrið verður til sölu á flestum útibúum Starbucks í Bandaríkjunum segir á Facebooksíðu Siggi's. Skyrið sem um ræðir er með vanillubragði og er gert úr svokallaðri Bourbon vanillu frá Magdagaskar.

Fyrirtækið var stofnað af Sigga Hilmarssyni árið 2004 í New York og selur nú vörur sínar í um 11 þúsund matvöruverslunum í Bandaríkjunum.

Stikkorð: Siggi's Starbucks skyr samstarf
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim