Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni : „Nei ég er ekki að fara í borgina.“ Um helgina kom fram að áhrifamenn innan Framsóknarflokksins hafi hvatt Sigmund til að leiða Framsóknar og flugvallarvina.

Hann tekur þó fram að það séu miklar breytingar fram undan og stór tækifæri sem er gríðarlega mikilvægt að menn nýti sér og geri það rétt. „Það er nú kannski ekkert skrítið að menn séu farnir að velta fyrir sér borgarmálunum því að þar er sannarlega af ýmsu að taka og veitir ekki af, að mínu mati minnsta kosti, að gera heilmiklar breytingar. Ég hef nú tjáð mig um eitt og annað varðandi borgarmálin. En það er ekki þar með sagt að það sé búið að klára allt sem þurfi að laga í landsmálunum,“ sagði Sigmundur í viðtalinu í Bítinu.