*

sunnudagur, 24. júní 2018
Innlent 11. janúar 2017 14:39

Sigmundur hrósar nýjum ráðherrum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra, hrósar ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta degi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

„Svei mér þá! Er maður ekki bara lentur í því að þurfa að hrósa ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta degi,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, í færslu á Facebook síðu sinni að samgönguráðherra og fleiri komi sterkur inn og sýni skilning á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar.

Sigmundur tekur fram að hann voni að Jón Gunnarsson nái saman við Framsókn og flugvallar vini í borginni um enduropnun neyðarbrautarinnar. Jón Gunnarsson, nýr samgöngu- fjarskipta, og byggðamálaráðherra Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, sagði í viðtali í dag að það að engin önnur lausn sé í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.

Hann hrósar einnig Guðlaugi Þór Þórðarsyni, fyrir að nýta sér Brexit og breytingar á ESB.

Fyrrum forsætisráðherrann var þó myrkari í máli í viðtali við Eyjuna í gær þar sem að hann sagði að hann gæti ekki ímyndað sér verri ríkisstjórn, en þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, til að halda utan um uppstokkun fjármálakerfisins og sölu gígantískra verðmæta sem ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks náði að færa til ríkisins frá kröfuhöfum.

Hér er hægt að sjá færsluna í heild sinni;

Svei mér þá! Er maður ekki bara lentur í því að þurfa að hrósa ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta degi. Samgönguráðherra (ofl.) kemur sterkur inn og sýnir skilning á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar. Vonandi nær hann saman við Framsókn og flugvallarvini í borginni um enduropnun neyðarbrautarinnar. Svo virðist utanríkisráðherrann gefa til kynna að hann muni halda áfram vinnu forveranna við að nýta Brexit og breytingar á ESB. Nú er bara að vona að aðrir í stjórnarflokkunum leyfi þeim að ná árangri í þessum málum.

Stikkorð: Davíð Sigmundur