*

fimmtudagur, 21. febrúar 2019
Fólk 20. ágúst 2018 15:42

Sigmundur ræður nýjan aðstoðarmann

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins hefur ráðið nýjan aðstoðarmann.

Ritstjórn
Jón Pétursson nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs.
Aðsend mynd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins hefur ráðið nýjan aðstoðarmann. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Hann heitir Jón Pétursson, fæddur 1971, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1991 og lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1994, hann var stýrimaður til margra ára og er einn af stofnendum Miðflokksins.