Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, braut lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þegar hún gegndi starfi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Þá sendi hún Gísla Frey Valdórssyni, þáverandi aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur greinargerð um hælisleitandann Tony Omos og fleiri. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar en Kjarninn greinir frá þessu.

Þá studdist beiðni Gísla Freys ekki við viðhlítandi lagaheimildir um miðlun persónuupplýsinga, samkvæmt úrskurði Persónuverndar. Í úrskurðinum er Útlendingastofnun gagnrýnd fyrir að hafa ekki gætt viðunandi öryggist við miðlun frumburðarskýrslu Tony Omos til innanríkisráðuneytisins.