*

mánudagur, 18. mars 2019
Innlent 13. mars 2019 14:14

Sigríður boðar til blaðamannafundar

Sigríður Andersen hefur boðað til blaðamannafundar, og Katrín Jakobsdóttir ræðir við fjölmiðla að loknum þingflokksfundi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14:30, en líklegt má þykja að efni fundarins verði nýlegur dómur Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipun dómara við nýstofnað millidómsstig hér á landi – Landsrétt – hafi verið ólögmæt. 

Þá hefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna sagst muni ræða við fjölmiðla strax að loknum þingflokksfundi um málið.