*

laugardagur, 20. október 2018
Fólk 8. janúar 2018 08:55

Sigríður Hrólfsdóttir látin

Síminn tilkynnir um lát stjórnarformannsins en hún varð bráðkvödd í fríi erlendis með fjölskyldu sinni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sigríður Hrólfsdóttir, stjórnarformaður Símans, er látin. Sigríður var ásamt fjölskyldu sinni stödd erlendis í fríi þegar hún varð bráðkvödd. Sigríður hefur setið í stjórn Símans frá júlí 2013 og verið stjórnarformaður félagsins frá sama tíma.

Starfsfólk og stjórn Símans eru harmi slegin yfir þessu óvænta fráfalli og votta fjölskyldu Sigríðar innilega samúð segir í tilkynningunni. Við erum afar þakklát fyrir ósérhlífið framlag Sigríðar til félagsins á undanförnum árum. 

Bertrand B. Kan er varaformaður stjórnar Símans.