Háir vextir hér á landi gera það að verkum að vaxtamunur Íslands gegn helstu viðskiptalöndum er jákvæður. Þetta er einn af þeim þáttum sem ætti að ýta undir losun hafta. Þetta segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs. Hún segir verðbólgu, hagvöxt og viðskiptajöfnuð gera það að verkum að nú séu góðar aðstæður til að afnema höftin.

VB Sjónvarp ræddi við Sigríði.