*

sunnudagur, 19. maí 2019
Fólk 4. mars 2019 14:18

Sigríður Mogensen í stjórn Júpíter

Sigríður Mogensen var kjörin í stjórn Júpíter rekstrarfélags hf. á hluthafafundi félagsins, sem fram fór nýverið.

Ritstjórn
Sigríður Mogensen.
Haraldur Guðjónsson

Sigríður Mogensen var kjörin í stjórn Júpíter rekstrarfélags hf. á hluthafafundi félagsins sem haldinn var þann 1.mars síðastliðinn. Júpíter greinir frá þessu á vef sínum

Sigríður starfar sem sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins. Sigríður starfaði áður sem aðstoðarframkvæmdastjóri í áhættustýringu hjá Deutsche Bank í London, sem hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og hjá sérstökum saksóknara. Þá hefur Sigríður einnig starfað sem fréttamaður á Stöð 2 og blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Um árabil var hún aðstoðarkennari í fjármálum og hagfræði við Háskóla Íslands.

Sigríður er hagfræðingur að mennt með BS gráðu frá Háskóla Íslands og MS gráðu í reikningshaldi og fjármálum frá London School of Economics (LSE).

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim