Sigríður Þorgeirsdóttir hefur bæst í eigendahóp Attentus en hún hóf störf þar sem ráðgjafi í janúar 2015.

Sigríður starfaði sem skrifstofu- og starfsmannastjóri hjá Aubrey Daniels International (ADI) í Atlanta í Bandaríkjunum frá 2000 til 2001. Hún starfaði því næst hjá Logos lögmannsþjónustu á árunum 2002 til 2014, fyrst sem skrifstofu- og starfsmannastjóri og síðar sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Hún situr í stjórn Gámaþjónustunnar og Odda – prentun og umbúðir.

Sigríður hefur lokið lagaprófi frá HÍ, MBA námi frá West Virginia University, AMP frá IESE Business School og stjórnendamarkþjálfun frá Opna háskólanum í Reykjavík og Coach University.

Eigendur Attentus eru nú fimm talsins - Árný Elíasdóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Inga Björg Hjaltadóttir, Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir auk Sigríðar. Sigrún Þorleifsdóttir, sem var einn eigenda, hefur horfið til annarra starfa og selt hlut sinn í fyrirtækinu.

Attentus – mannauður og ráðgjöf veitir þjónustu og ráðgjöf um allt sem snýr að rekstri út frá áherslum mannauðsstjórnunar.