*

sunnudagur, 26. maí 2019
Fólk 27. nóvember 2018 10:07

Sigríður ráðin innri endurskoðandi Arion

Sigríður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin af stjórn Arion banka sem innri endurskoðandi bankans.

Ritstjórn
Sigríður Guðmundsdóttir
Aðsend mynd

Sigríður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin af stjórn Arion banka sem innri endurskoðandi bankans og mun hún hefja störf fljótlega á nýju ári.

Sigríður hefur verið innri endurskoðandi Marel frá árinu 2010. Áður starfaði hún hjá Alcoa m.a. við innra eftirlit og í innri endurskoðun hjá Landsbankanum. Sigríður situr í endurskoðunarnefndum Stefnis og Sparisjóðs Austurlands.

Sigríður er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í reikningskilum og fjármálum frá London School of Economics and Political Science. Hún er jafnframt vottaður innri endurskoðandi (CIA).

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim