Fimmtudagur, 26. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigþór byrjaður hjá Landsbréfum

3. september 2012 kl. 18:39

Sigþór Jónsson hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri Landsbréfa.

Sigþór Jónsson var ráðinn framkvæmdastjóri Landsbréfa í byrjun sumars.

Sigþór Jónsson hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri Landsbréfa, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallar frá félaginu. Hann tekur við starfinu af Ara Skúlasyni. Landsbréf er rekstarfélag í eigu Eignarhaldsfélags Landsbankans.

„Sigþór er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í löggildri verðbréfamiðlun. Sigþór hefur mikla reynslu af íslenskum fjármálamarkaði og fjárfestingastarfsemi. Síðast gegndi hann starfi forstöðumanns sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni hf. og leiddi meðal annars uppbyggingu framtakssjóða Stefnis hf. í atvinnuhúsnæði og fyrirtækjum,“ segir í tilkynningunni til Kauphallar. Allt
Innlent
Erlent
Fólk