Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku,  segir í samtali við Viðskiptablaðið að ef að einhvern tímann væru tímamót til að breyta til væri það núna. „Það hefur gengið gríðarlega vel og verkefnið komið á góðan stað, árangur kominn í ljós. Ég ákvað því að gera þessa breytingu núna.“

Þegar Sigurður Atli er spurður hvort að hann geti upplýst um hvað taki við segir hann: „Það er ekkert annað en bara þessi ákvörðun og svo tekur framtíðin við.“ Hann bætir við að hann sé gríðarlega stolur af starfi sínu hjá Kviku í þessari vegferð. „Það hefur verið frábært reynsla sem stjórnanda. Verkefnið er komið á mjög góðan stað og framtíðin er mjög björt fyrir Kviku,“ segir hann að lokum.