Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur óskað eftir því hjá Héraðsdómi Reykjavíkur að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipti. Greint er frá þessu í DV .

Sigurður staðfestir þetta í samtali við DV en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið að öðru leyti en því að þetta ætti ekki að koma á óvart miðað við það sem á undan er gengið.

Sigurður var í byrjun árs dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Al Thani-málinu og afplánar nú dóm sinn á Kvíabryggju. Hann gagnrýndi dóminn harðlega í kjölfarið og kallaði dóm Hæstaréttar dómsmorð . Óskaði hann eftir endurupptöku málsins fyrr í sumar.