Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Þetta er niðurstaða kosningar á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi en það fer fram í dag á Hótel Selfossi. Mbl.is greinir frá.

Sigurður Ingi hlaut 147 atkvæði af 147 gildum atkvæðum, eða 100 prósent atkvæða. Hann gaf einn kost á sér í fyrsta sæti listans. Í dag verður kosið um efstu fimm sæti listans í kjördæminu og hafa jafn margir gefið kost á sér.