Sigurður Ingi Jóhanesson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að fundur hans við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, hafi verið mjög góðan. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins .

Sigurður Ingi sagði einnig að það væru ekki mörg ágreiningsmál á milli Framsóknar og Vinstri grænna — þó að nálgun flokkanna væri ólík. Aðspurður að því hvort að hann sæi fyrir sér hvort að Framsókn gæti starfað með Vinstri grænum, sagði Sigurður Ingi að flokkurinn getur að minnsta kosti tekið þátt í viðræðum um slíkt.

Hann tók þó fram að hann hafi vissar efasemdir um að fimm flokka stjórn gæti náð árangri, sér í lagi hjá fólki sem hefði takmarkaða þingreynslu.