*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Fólk 31. ágúst 2018 15:11

Sigurður Nordal yfirgefur Morgunblaðið

Sigurður Nordal, sem hefur verið fréttastjóri viðskiptafrétta hjá Morgunblaðinu, hefur látið af störfum. Stefán Einar Stefánsson mun taka við starfinu.

Ritstjórn
Sigurður Nordal hefur látið af störfum hjá Morgunblaðinu.
Aðsend mynd

Sigurður Nordal, sem hefur verið fréttastjóri viðskiptafrétta hjá Morgunblaðinu síðastliðin fjögur ár hefur látið af störfum hjá blaðinu. Sigurður er hagfræðingur að mennt en hann hefur gengt ýmsum stjórnunarstöðum á fjármálamarkaði meðal annars hjá Seðlabanka Íslands, FBA, Íslandsbanka, Kaupþingi og Exista.

Stefán Einar Stefánsson, sem hefur verið aðstoðarritstjóri viðskiptafrétta hjá Morgunblaðinu mun taka við sem fréttastjóri. Stefán Einar hefur starfað hjá Morgunblaðinu frá byrjun árs 2015 en áður gengdi hann formennsku í VR og Landssambandi íslenskra verslunarmanna.

Greint var frá því fyrr í dag að Skapta Hallgrímssyni, einum reyndasta blaðamanni landsins hafi verið sagt upp á blaðinu eftir að hafa starfað hjá blaðinu í 40 ár. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim