*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 10. júlí 2018 15:31

Samkaup kaupa 14 verslanir Basko

Samhliða þessum breytingum hefur Sigurður Karlsson verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Basko.

Ritstjórn
Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa
Haraldur Guðjónsson

Basko og Samkaup hafa undirritað kaupsamning um kaup Samkaupa á 14 verslunum. Kaupsamningurinn er háður ákveðnum fyrirvörum m.a. um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Samhliða þessum breytingum lætur Árni Pétur Jónsson af störfum sem forstjóri Basko en tekur sæti í stjórn félagsins. Árni verður áfram hluthafi í félaginu og mun meðal annars gegna starfi stjórnarformanns Eldum Rétt ehf. sem er dótturfélag Basko.

Sigurður Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Basko. Sigurður er með MBA gráðu frá Háskóla Ísland og hefur starfað hjá fyrirtækinu og forverum þess frá árinu 2000, en frá árinu 2015 hefur hann gengt stöðu framkvæmdastjóra matvörusviðs.

„Sigurður hefur starfað lengi hjá fyrirtækinu og þekkir innviði þess betur en flestir. Hann er öflugur leiðtogi, með stjórnunarreynslu og víðtæka þekkingu á matvörumarkaðinum. Það ríkir mikil ánægja með ráðninguna og væntum við mikils af samstarfinu við hann,“ segir Steinar Helgason, stjórnarformaður Basko.