*

föstudagur, 22. september 2017
Fólk 2. september 2012 11:35

Sigurður Páll í framkvæmdastjórn Byko

Mannabreytingar hafa orðið hjá Byko. Brynja Halldórsdóttir kemur inn sem fjármálastjóri.

Ritstjórn

Sigurður Brynjar Pálsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra vörustjórnunar hjá Byko. Sigurður var áður framkvæmdastjóri Bakkans, vöruhótels í eigu Norvik, sem einnig er móðurfélag Byko.

Hann mun gegna því starfi áfram til viðbótar við stöðuna hjá Byko. Brynja Halldórsdóttir kemur einnig inn sem fjármálastjóri Byko en hún er einnig fjármálastjóri Norvik.

Á sama tíma hefur Ingi Þór Hermannsson gengið úr framkvæmdastjórn Byko.