Sigurjón Steinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Sjóböðum ehf., sem munu opna sjóböð við Húsavík undir vörumerkinu GeoSea. Sigurjón hefur undanfarin ár starfað sem rekstrarstjóri hjá Kilroy Iceland og þar áður hjá Landsbankanum.

Sigurjón er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst. „GeoSea eru framsækið og spennandi verkefni sem ég er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í," segir Sigurjón.

„Ég hlakka til að taka virkan þátt í samfélaginu og bæta ferðaþjónustu á svæðinu. GeoSea er frábær viðbót við það sem fyrir er og kemur til með að styrkja nú þegar flotta ferðaþjónustu enn meira.“

GeoSea verður einstakur baðstaður skammt norðan Húsavíkur með útsýni út á Skjálfanda og yfir í Kinnarfjöllin. Lónin verða fyllt með heitum sjó sem kemur úr borholum á Húsavíkurhöfða. GeoSea mun opna sumarið 2018 segir í fréttatilkynningu.

Sjóböðin (GeoSea) Húsavík
Sjóböðin (GeoSea) Húsavík
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Laugasvæði Sjóbaðanna
Laugasvæði Sjóbaðanna
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Myndir eftir Basalt arkitekta