*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Fólk 28. desember 2016 10:05

Sigurjón M. Egilsson hættir

Sig­ur­jón Magnús Egils­son mun, að öllu óbreyttu, láta af störfum hjá fjölmiðlafyrirtækinu Hringbraut eftir rúman mánuð.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Sig­ur­jón Magnús Egils­son mun, að öllu óbreyttu, láta af störfum hjá fjölmiðlafyrirtækinu Hringbraut eftir rúman mánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu hans í dag.  Tilkynnt var um ráðningu Sigurjóns sem ritsjóri allra miða Hringbrautar í apríl sl. 

Í tilkynningunni segist hann hafa hætt sem ég sem rit­stjóri allra miðla Hring­braut­ar fyrir nokkrum mánuðum og hef síðan verið rit­stjóri Þjóð­braut­ar. Hafi hann sagt upp störfum 8. ágúst og því sé sex mánaða uppsagnafrestur senn að baki. Það er því ljóst að Sigurjón starfaði eins um rúma þrjá mánuði hjá fyrirtækinu áður en hann sagði upp störfum. 

„Ekki er ég viss um hvað ég tek mér fyrir hendur að þeim tíma loknum. Ýmislegt kemur til greina,“ ritar Sigurjón jafnframt.