Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans og Yngva Örn Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra verðbréfasviðs bankans, af öllum kröfum slitastjórnar Landsbankans. Þetta kemur fram á vef hæstaréttar.

Slitastjórnin hafði krafið Sigurjón og Yngva Örn um ríflega 1,2 milljarða króna auk vaxta. Slitstjórnin sakaði þá um að hafa valdið bankanum verulegu tjóni með hlutabréfaviðskiptum árin 2007 og 2008. Héraðsdómur hafði dæmt Sigurjón og Yngva til að greiða tæpar 238 milljónir í skaðabætur, auk þess sem slitastjórninni var falið að greiða þeim 5 milljónir í málskostnað.

Slitastjórninn stefndi Sigurjóni og Yngva Erni og taldi að þeir hefðu af ásetningi eða stórfelldu gáleysi gefið samþykki fyrir 1,208 milljarða króna kaupum á hlutabréfum í bankanum sjálfum. Slitastjórninn taldi einnig að þeir hefðu ekki uppfyllt skilyrði áhættureglna bankans fyrir kaupunum.

Vegna sérstakra stjórnendatrygginga, taldi hæstiréttur að bankinn hefði firrt sig rétti til að krefja Sigurjón og Yngva um bætur.

Dóminn má lesa hér: mál nr. 641/2015