Síldarvinnslan ætlar að greiða starfsmönnum fyrirtækisins 300 þúsund króna launauppbót í mánuðinum í vikunni. Uppbótin nú kemur til viðbótar 60 þúsund króna uppbótar og mun heildarfjárhæðin því nema 360 þúsund krónum.

Á vef Fiskifrétta er vitnað til þess að fyrirtækið sé stolt af þeim árangri sem náðst hafi við verðmætasköpun úr aflaheimildum. Þá greiði starfsmenn fyrirtækisins 2,5 milljarða króna í skatta á árinu.

Síldarvinnslan er annað sjávarútvegsfyrirtækið sem greinir frá vænni launauppbót til starfsmanna fyrir jólin.

Fyrr í mánuðinum tilkynnti Samherji að fyrirtækið ætli að greiði starfsfólki sínu í landi 300 þúsund króna launauppbót nú í desember, til viðbótar umsaminni 64 þúsund króna desemberuppbót. Samherji tvöfaldaði jafnframt orlofsuppbót starfsmanna í maí og greiðir því 360 þúsund krónur á hvern starfsmann umfram kjarasamninga á árinu.