Í fréttatilkynningu frá Silicor materials, sem stendur að uppbyggingu sólarkísilvers Silicor á Grundartanga, sverja þeir af sér öll tengsl við Burbanks capital.

Burbanks stefnir að uppbyggingu og reksturs á einkareknu sjúkrahúsi í Mosfellsbæ líkt og fram hefur komið í fréttum Viðskiptablaðsins.

Í gær var sagt í fréttum Ríkisútvarpsins að fyrirtækið hafi jafnframt samið við Silicor Materials í tengslum við uppbyggingu sólarkísilversins.

„Silicor Materials er bandarískt fyrirtæki sem nú undirbýr uppbyggingu sólarkísilvers á Grundartanga í Hvalfirði,“ segir í yfirlýsingunni. “Að baki uppbyggingu sólarkísilvers Silicor á Grundartanga standa margir öflugir fjárfestar, bæði íslenskir og erlendir, en Burbanks Capital er ekki í þeim hópi.“