Símafélagið og Verne Global hafa aukið samstarf sitt á vaxandi gagnaversmarkaði en félögin hafa átt í samstarfi undanfarin þrjú ár.

Símafélagið hefur flutt hluta mikilvægra fjarskiptakerfa sinna í gagnaver Verne Global að Ásbrú í Reykjanesbæ. Símafélagið segir að þetta muni gera þeim kleift að nýta það rekstraröryggi sem gagnaver Verne bjóði upp á auk þess sem það eykur afköst fjarskiptanets fyrirtækisins og möguleika á fjölbreyttum tengingum til og frá landinu.

,,Undanfarin þrjú ár hefur Símafélagið verið mikilvægur samstarfsaðili Verne Global. Á því tímabili hefur viðskiptavinum Verne Global fjölgað jafnt og þétt, við höfum stækkað alla okkar innviði ásamt því að tengjast í samstarfi við Símafélagið og önnur fjarskiptafyrirtæki til margra af stærstu borgum Evrópu,“ segir Tate Cantrell, yfirmaður tæknimála hjá Verne Global