Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkurum í máli Inter Medica gegn Símanum. Málavextir voru þeir að Síminn veitti Inter Medica ýmsa þjónustu en þar á meðal var hýsing á tölvupósti félagsins. Inter Medica fór ákvað síðan að hýsa tölvupóst sinn sjálft og sagði upp þeirri þjónustu við Símann árið 2011 en hélt áfram viðskiptum með aðra þjónustu.

Síminn hélt hins vegar áfram að rukka fyrir hýsingu tölvupóstsins allt til ársins 2016 þegar Inter Medica gerði athugasemd við innheimtuna en það hafði samviskusamlega greitt reikninga Símans yfir þetta 5 ára skeið. Krafðist Inter Medica þá  þess að fá endurgreiddar greiðslurnar af þeirri þjónustu sem var sagt upp árið 2011 samtals samtals tæpa 1,1 milljón króna.

Við það vildi Síminn ekki una og í kjölfarið fór málið fyrir héraðsdóm sem komst að þeirri niðurstöðu að það hefðu verið mistök af hálfu Inter Medica að gera ekki nauðsynlegar ráðstafanir árið 2011 til þess innheimtu endurgjalds fyrir hýsingu á tölvupósti yrði hætt.

Aftur á móti taldi Hæstiréttur að um gagnkvæmt hirðuleysi hefði átt sér stað og að Símanum hefði mátt vera ljóst að Inter Medica væri ekki að nýta sér þjónustuna lengur. Því sé eðlilegra að Síminn axli ábyrgð á hinu gagnkvæma hirðuleysi og endurgreiði Inter Medica ofgreidd gjöld.