Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um rétt 0,02% í 4,8 milljarða viðskiptum og stóð hún í 1.745,41 stigi við lok viðskipta.

Aðalvísitala Skuldabréfa lækkaði hins vegar um 0,01% í 7,5 milljarða viðskiptum og stendur hún nú í 1.255,71 stigi.

N1 og Skeljungur lækkuðu mest

Gengi bréfa N1 lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 3,81% í 421 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 139,00 krónur

Gengi bréfa Skeljungs lækkaði næst mest eða um 1,56% í 168 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú 6,33 krónur bréfið.

Icelandair og Síminn hækkuðu mest

Gengi Bréfa Icelandair hækkaði mest í kauphöllinni eða um 2,44% í 1,4 milljarða viðskiptum og stendur það nú í 16,80 krónum.

Síminn hækkaði svo næst mest í næst mestu viðskiptunum, eða um 1,77% í tæplega 1,3 milljarða viðskiptum og er hvert bréf félagins nú verðlagt á 3,45 krónur.

Á tímabili í dag var hækkun bréfa Símans töluvert hærri eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,1% í dag í 4,8 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma stóð í stað í dag í 6,9 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,8 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,3% í 5,1 milljarða viðskiptum.