*

laugardagur, 19. janúar 2019
Innlent 22. september 2017 18:00

Síminn hækkaði um 3,39%

Gengi hlutabréfa Símans hækkaði um 3,39% í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,55%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,55% í dag eftir talsverðar lækkanir á síðastliðnum dögum. Alls nam velta í Kauphöllinni 5,9 milljörðum króna, þar af var velta á hlutabréfamarkaði 2,1 milljarður króna og velta á skuldabréfamarkaði 3,8 milljarðar króna. 

Gengi bréfa flestra skráðra félaga hækkaði í dag, að Sjóvá undanskildu. Mest hækkaði gengi hlutabréfa Símans, eða um 3,39% í 321,8 milljón króna viðskiptum. Einnig hækkaði gengi bréfa HB Granda um 2,18% í 73,9 milljón króna viðskiptum. Svo virðist vera sem að markaðurinn hafi náð sér eilítið eftir miklar lækkanir síðustu daga.