*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 22. september 2017 18:00

Síminn hækkaði um 3,39%

Gengi hlutabréfa Símans hækkaði um 3,39% í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,55%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,55% í dag eftir talsverðar lækkanir á síðastliðnum dögum. Alls nam velta í Kauphöllinni 5,9 milljörðum króna, þar af var velta á hlutabréfamarkaði 2,1 milljarður króna og velta á skuldabréfamarkaði 3,8 milljarðar króna. 

Gengi bréfa flestra skráðra félaga hækkaði í dag, að Sjóvá undanskildu. Mest hækkaði gengi hlutabréfa Símans, eða um 3,39% í 321,8 milljón króna viðskiptum. Einnig hækkaði gengi bréfa HB Granda um 2,18% í 73,9 milljón króna viðskiptum. Svo virðist vera sem að markaðurinn hafi náð sér eilítið eftir miklar lækkanir síðustu daga. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim