*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 14. maí 2019 17:25

Síminn hækkar í líflegum viðskiptum

Hlutabréfavelta nam 2,6 milljörðum og OMXI8 lækkaði um 0,6%. Síminn hækkaði um 2,3% í milljarð króna viðskiptum.

Ritstjórn
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Haraldur Guðjónsson

Heildarviðskipti með hlutabréf á aðalmarkaði námu 2,6 milljörðum króna og úrvalsvísitalan hækkaði um 0,62%. Langtum mest velta var með bréf Símans, sem hækkuðu um 2,3% í 42 viðskiptum upp á samtals rúman milljarð.

Origo var hástökkvari dagsins með 2,47% hækkun í 51 milljóna króna viðskiptum, en annað sætið vermdi Síminn. Önnur félög hækkuðu ýmist um undir 1%, eða lækkuðu.

Bréf Icelandair lækkuðu mest, um 2,57% í 103 milljóna króna viðskiptum. Næst komu Reitir með 1,46% lækkun í 287 milljóna viðskiptum, en félagið birti árshlutareikning eftir lokun markaða í gær, þar sem fram kom að hagnaður á fjórðungnum hefði dregist saman um 17% milli ára.

Á eftir Símanum var mest velta með bréf Reita, en fast á hæla þeirra komu bréf Arion banka, sem lækkuðu um 0,75% í 280 milljón króna viðskiptum.

Stikkorð: hlutabréf Kauphöll
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim