Sím­inn hef­ur áhuga á sam­starfi við Reikni­stofu bank­anna (RB), hvort sem fyr­ir­tækið yrði meðal eig­enda eða sem sam­starfsaðili, seg­ir í skrif­legu svari frá Sím­an­um við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins .

Seg­ir í svar­inu að um samn­inga sem fyr­ir­tækið geri eða geri ekki, ríki al­mennt trúnaður og því sé ekki unnt að staðfesta aðkomu Sím­ans að nýt­ingu for­kaups­rétt­ar Spari­sjóðs Höfðhverf­inga.

Sparisjóðurinn hefur sagst vilja nýta sér forkaupsrétt á hlut Kviku í RB, sem seldur var fyrir nokkru. Sparisjóðsstjórinn sagði hins vegar í samtali við Morgunblaðið á fimmtudaginn að eiginfjárstaða sparisjóðsins leyfði í raun ekki slík kaup. Sjóðurinn ætli hins vegar að selja hlutinn áfram til annars kaupanda, en leiddar hafa verið að því líkur að þar sé Síminn á ferð.