Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,09% í um 2 milljarða krónu hlutabréfaviðskiptum og stendur hún nú í 1.755,11 stigum. Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði hins vegar um 0,89% í sömu viðskiptum og stendur hún nú í 425,708 stigum.

Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,02% í 3,3 milljarða viðskiptum og stendur hún nú í 334,337 stigum en markaðsvísitala Gamma lækkaði um 0,22% í 5,8 milljarða heildarviðskiptum.

Origo, Hagar og VÍS hækkuðu

Einungis þrjú félög hækkuðu í virði í kauphöllinni í dag, það er Origo sem hækkaði um 0,64% í þó einungis 13 milljóna króna viðskiptum. Standa bréf félagsins nú í 23,60 krónum.

Hin félögin sem hækkuðu í virði voru Hagar með 0,12% hækkun og VÍS með 0,08% hækkun. Fór gengi bréfa Haga í 43,05 krónur í 132 milljóna króna viðskiptum en gengi VÍS fór upp í 13,23 krónur í 91 milljóna króna viðskiptum.

Síminn og Reginn lækkuðu mest

Mest lækkun var hins vegar á gengi bréfa Símans, eða um 2,24% í 234 milljóna króna viðskiptum og fór gengið niður í 4,36 krónur hvert bréf. Næst mest lækkun var á gengi bréfa Reginn fasteignafélags eða um 1,82% í 297 milljóna króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú 24,25 krónur.

Mest viðskipti voru svo með bréf bréf Eikar fasteignafélags, eða fyrir 372 milljónir króna. Lækkuðu bréf félagsins um 1,21% og var lokagengi þeirra 9,78 krónur. Einnig voru mikil viðskipti með bréf þriðja fasteignafélagsins, Reita, eða fyrir 253 milljónir króna. Lækkaði gengi bréfa félagsins um 1,21%, niður í 87,00 krónur.