*

föstudagur, 19. október 2018
Innlent 18. nóvember 2017 12:01

Síminn missir 600 milljónir frá 365

Óljóst er hvort viðskiptavinir fjarskiptahluta 365 miðla færist yfir til Vodafone.

Ingvar Haraldsson
Orri Hauksson, forstjóri Símans og Stefán Sigurðsson, forstjóri Fjarskipta.

Greiningarfyrirtækið IFS áætlar að Síminn muni tapa um 600 milljónum króna í EBITDA vegna tilfærslu á heildsöluviðskiptum 365 frá Símanum til Vodafone.

Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir fyrirtækið hafi undirbúið sig vel undir tekjutapið. „Við höfum fækkað starfsmönnum um 25% frá byrjun árs 2016 til byrjun árs 2018 og endursamið við birgja.“ Þá hafi Síminn endurfjármagnað skuldir sínar í sumar og lækkaði um 4 milljarða króna, úr 22 milljörðum í 18 milljarða. „Þetta verður skarpari samkeppnismarkaður eftir kaupin með þeim fjölda aðila sem er eðlilegt miðað við stærð markaðarins og því sem þekkist á sambærilegum mörkuðum erlendis,“ segir Orri.

Stefán Sigurðsson, forstjóri Fjarskipta, vill ekki segja til um hvort viðskiptavinir fjarskiptahluta 365 miðla verði færðir yfir til Vodafone. 365 miðlar hafa haldið áfram að auglýsa fjarskiptahluta sinn eftir að tilkynnt var um að Samkeppniseftirlitið heimilaði kaupin. „Við höfum ekki tilkynnt um það nákvæmlega hvernig það verður. Við höfum tíma til þess að þróa þetta,“ segir Stefán, en afhending eigna 365 miðla mun fara fram þann 1. desember. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð