Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,13% þennan fyrsta dag marsmánaðar og stendur nú í 1,722.48 stigum. Hefur vísitalan hækkað um 0,69% frá áramótum. Heildarvelta á mörkuðum nam 15,8 milljörðum í dag. Þar af nam velta á hlutabréfamarkaði tæpum 4,1 milljarði og velta á hlutabréfamarkaði tæpum 11,7 milljörðum.

Gengi hlutabréfa Símans hækkaði mest eða um 2,29% í 564,7 milljón króna viðskiptum. Einnig hækkaði gengi hlutabréfa Haga um 1,08% í 219,3 milljón króna viðskiptum. Gengi hlutabréfa N1 lækkaði hins vegar um 1,13% í 731 milljón króna viðskiptum.

Mest velta var með hlutabréf Icelandair en gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 0,27% í ríflega milljarðs króna viðskiptum. Mest lækkaði gengi hlutabréfa Nýherja eða um 1,32% í 37,5 milljón króna viðskiptum.