Sir Nick Clegg, sem eitt sinn gegndi stöðu aðstoðarforsætisráðherra Bretlands og var einnig formaður Frjálslynda flokksins í Bretlandi, hefur verið ráðinn til Facebook. BBC greinir frá þessu .

Clegg mun starfa sem yfirmaður alþjóða- og samskiptasviðs Facebook. Undanfarið hefur Facebook sætt mikilli gagnrýni í kjölfar Cambridge Analytica skandalsins svokallaða, sem afhjúpaði mikinn galla í öryggismálum samfélagsmiðilsins. Ætla má að hlutverk Cleggs hjá Facebook sé því að endurreisa ímynd samfélagsmiðlarisans.

Clegg mun hefja störf næstkomandi mánudag.