Stór hluti bandarísks almennings eða 54% reiknar með því að hlutabréfamarkaðurinn muni ganga vel árið 2017. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem að Bloomberg lét gera. Fjórðungur Bandaríkjamanna voru jákvæðir um stöðu fjármála sinna á næsta ári.

Jákvæðni um fjármála heimildanna er áberandi samkvæmt könnun Bloomberg, sér í lagi eftir kosningu Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna.

38% svarenda töldu árið 2017 verða betra en þetta ár varðandi persónulegan fjárhag einstaklinga, 14% héldu að staðan yrðu verri, en 45% töldu að það yrði svipað og árið í fyrra.

Eins og kemur fram hér að ofan þá reiknar 54% almennings að hlutabréfamarkaðurinn muni vænkast á árinu 2017, 24% héldu að hann myndi versna og 9% töldu að hann myndi haldast nokkurn veginn óbreyttur.