*

laugardagur, 20. apríl 2019
Erlent 19. nóvember 2017 17:46

Sjá fram á meiri hækkun vaxta

Goldman Sachs spáir fjórum vaxtahækkunum og lækkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum á næsta ári.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Alþjóðlegi fjárfestingabankinn Goldman Sachs telur að vextir muni hækka fjórum sinnum á næsta ári í Bandaríkjunum að því er kemur fram á vef fréttaveitunnar Bloomberg.

Þá telur bankinn jafnframt að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði örlitlu meiri en áður hafði verið spáð og atvinnuleysi minna. Greinendur og markaðsaðilar hafa alla jafna gert fyrir að vaxtahækkanir verði ekki svo miklar á næsta ári. „Við búumst við þennslu á vinnumarkaði og verðbólguþróun sem muni leiða fram fjórar vaxtahækkanir seðlabankans á næsta ári,“ segir í greiningu bankans en þar er því spáð að verðbólga hækki um 0,5 prósentustig og verði um 1,8% við lok árs 2018. 

Nái spáin fram að ganga mun atvinnuleysi í Bandaríkjunum aðeins nema 3,5% sem er það lægsta síðan á seinni hluta sjöunda áratugarins.

Viðskiptablaðið greindi frá því á fimmtudaginn að Seðlabanki Íslands muni ekki afnema innflæðishöft á skuldabréfamarkaði fyrr en að vaxtamunur á milli Íslands og annarra ríkja dragi verulega saman. Hraðari hækkun vaxta í Bandaríkjunum gæti því þýtt að grundvöllur opnist fyrr fyrir því að létta af höftunum en í nýjustu útgáfu peningamála er því spáð að framleiðsluspenna, sem vextir fylgja alla jafna, dragi fyrst saman með Íslandi, Bandaríkjunum og evrusvæðinu seinni hluta ársins 2019. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim