Lögregluþjónn í Kaliforníuríki stöðvaði sjálfakandi bifreið Google fyrir að keyra of hægt.

Bíllinn ferðaðist á 24 mílu hraða á vegi þar sem háhraðamörkin voru 35 mílur á klukkustund. Umferð fyrir aftan bílinn var farin að stíflast og valda miklum hægleika.

Ástæðan er sú að bílnum er aðeins leyft að aka á 25 mílu hraða á vegum Kaliforníu. Auk þess hefur þeim ekki verið hleypt á vegi sem hafa háhraðatakmörk yfir 35 mílur á klukkustund.

Bílar net- og tæknirisans hafa nú keyrt einhverjar 1,2 milljón mílur, og aðeins lent í 14 mishöppum á þeim tíma - 11 þeirra voru sökum þess að utanaðkomandi bílstjórar klesstu aftan á bílana.