Sjálfkjörið var í kosningum til kjörnefndar Varðar - fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík en hlutverk hennar verður að stilla upp listum að afloknu leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá verður haldið leiðtogaprófkjör hjá flokknum 27. janúar næstkomandi, þar sem einungis verður kosið um oddvita framboðslista flokksins.

Þegar framboðsfrestur til kjörnefndarinnar rann út kl. 16:00 síðastliðinn föstudag höfðu átta gild framboð borist til yfirkjörstjórnar og er því sjálfkjörið í kjörnefnd.

Nýja kjörnefnd Varðar skipa:

  • Bessí Jóhannsdóttir
  • Einar Sigurðsson
  • Elín Engilbertsdóttir
  • Kristján Erlendsson
  • Magnús Júlíusson
  • Margrét Gísladóttir
  • Nanna Kristín Tryggvadóttir
  • Sigurður Ágúst Sigurðsson

Yfirkjörstjórn Varðar óskar hinum nýkjörnu kjörnefndarmönnum til hamingju með kjörið segir í fréttatilkynningu frá félaginu.