*

mánudagur, 20. maí 2019
Innlent 7. júlí 2018 12:01

Sjálfstæð króna gengur upp

Rannveig Sigurðardóttir, nýr aðstoðarseðlabankastjóri, segir að vextir á Íslandi þurfi ekki að vera hærri en í öðrum löndum.

Ritstjórn
Rannveig Sigurðardóttir tók við sem aðstoðarseðlabankastjóri í byrjun mánaðarins.
Eva Björk Ægisdóttir

Rannveig Sigurðardóttir, nýr aðstoðarseðlabankastjóri, segir að vextir á Íslandi þurfi ekki að vera háir en þá verði vinnumarkaður og ríkisfjármál að haldast innan svigrúms hagkerfisins.

Vextir geta verið sambærilegir við útlönd

Rannveig segir ekkert í grunngerð íslensks þjóðfélags sem hindri að við getum verið með vaxtastig sambærilegt því sem oft er miðað við, og horft öfundaraugum á, erlendis. Hún bendir á að vaxtastigið hér á landi nú sé ekki hátt í sögulegu samhengi en það sé aftur á móti óeðlilega lágt víða um heim.

„Sjálfstæð króna gengur upp ef allir róa í sömu átt, það er stjórnvöld, vinnumarkaðurinn og Seðlabankinn. Við vinnum auðvitað með það sem við höfum og reynum framvegis líkt og hingað til að halda aftur af of miklum gengissveiflum. Ég vonast til þess að ýmis ný lagasetning um fjármál hins opinbera, langtímafjármálaáætlanir, skuldareglan og annað veiti meiri aga en verið hefur hingað til. Það hjálpar til svo að of mikill þungi lendi þá ekki á Seðlabankanum sem yrði þá að beita sér í gegnum vexti,“ segir Rannveig sem í framhaldinu var spurð út í hvort aðhaldið sé nægilegt þegar t.a.m. er hoft til margra milljarða aukningu útgjalda milli fjárlaga mismunandi ríkisstjórna fyrir þetta ár.

„Í yfirlýsingum og fundargerðum peningastefnunefndar hefur auðvitað gegnum gangandi komið fram að hún hefur áhyggjur af því að hið opinbera sé ekki að axla nægilega mikla ábyrgð í þessum málum. Við höfum áhyggjur af því að það var sýnt minna aðhald, enda fjárlögin auðvitað eitt af því sem við horfum til og þá hvernig aðhaldsstig hins opinbera verður. Nýju reglurnar um opinberu fjármálin hefðu sjálfsagt ekki hindrað til að mynda fjármálahrunið, en það má ekki gleyma að þá voru í raun tvær sögur í gangi samhliða. Það var annars vegar ójafnvægið í hagkerfinu sjálfu og síðan ástandið á fjármálamarkaði.“

Áður en Rannveig hóf störf í Seðlabankanum fyrir 16 árum síðan, þá vann hún fyrir bæði BSRB og Alþýðusambandið.

„Ég [segi] oft að ég hafi verið í samningagerð fyrir allar starfsstéttir í landinu og hafi ágætisreynslu af því vinna með fjölbreytilegum hópi, að setja mig hratt inn í mál og koma með tillögur að niðurstöðu,“ segir Rannveig sem segir hugmyndir um norrænt vinnumarkaðsmódel ekki festa hópa í sessi í samanburði við aðra.

„Það felur hins vegar í sér að menn koma sér saman um hvert heildarsvigrúmið til launahækkana er og síðan er það verkalýðshreyfingarinnar innbyrðis að koma sér saman um hvernig því yrði skipt. Ég var nú í 12 ár í samningagerð og þessi togstreita á milli þess að hækka lægstu launin eða að umbuna eftir menntun er ekkert ný. Vonandi koma menn sér saman um þetta tvennt á kjarasamningavetrinum sem er framundan.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim