Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 24,5% fylgi í könnun Félagsmálastofnunar sem gerð var dagana 22. til 25. október síðastliðin, en eins og alþjóð veit verður kosið til Alþingis á morgun annað árið í röð. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn hins vegar 29% atkvæða og þýðir þetta því að flokkurinn muni tapa fjórum þingmönnum gangi könnunin eftir.

Vinstri græn munu fá 14 þingmenn, Samfylkingin 10, Píratar og Miðflokkurinn 6 hvor og Framsókn og Viðreisn 5 hvor. Það þýðir að Vinstri græn, Samfylking og Píratar þurfa einn flokk með sér til að mynda vinstristjórn, því saman eru flokkarnir einungis með 30 af 63 þingsætum.

Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengju sömuleiðis 28 þingmenn og þyrftu Viðreisn inn í ríkisstjórn til að ná 32 þingmönnum.

Skipting atkvæða er sem hér segir í könnuninni sem gerð var fyrir Morgunblaðið:

  • Sjálfstæðisflokkur með 24,5% og 17 þingmenn
  • Vinstri græn með 20,2% og 14 þingmenn
  • Samfylkingin með 15,3% og 10 þingmenn
  • Miðflokkurinn með 9,3% og 6 þingmenn
  • Píratar með 8,8% og 6 þingmenn
  • Viðreisn með 8,3% og 5 þingmenn
  • Framsóknarflokkurinn með 7,9% og fimm þingmenn
  • Flokkur fólksins með 4,2% og engan þingmann