Staða meirihlutans í Reykjavík hefur veikst samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið. Könnunin var gerð dagana 4. til 31. janúar. Gengið verður til kosninga laugardaginn 26. maí og þá verður borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23.

Það sem skýrir fylgistap meirihlutans er sú staðreynd að Björt framtíð virðist vera að hverfa af pólitíska sviðinu. Flokkurinn fékk 15,6 í kosningunum fyrir fjórum árum en mælist nú einungis með 2,4% fylgi. Samfylkingin hefur einnig misst töluvert fylgi. VG og Píratar bæta að hluta upp fylgistap meirihlutans.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og flugvallarvinir hafa verið í minnihluta síðan í kosningunum. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru staða flokkanna gjörólík. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig á sama tíma og Framsókn tapar miklu fylgi.

Nú stefnir í að metfjöldi framboða taki þátt í borgarstjórnarkosningunum. Árið 2014 voru átta flokkar í framboði en líklega verða þeir tólf í kosningunum í vor. Tveir þessara nýju flokka mælast með þokkalegt fylgi í könnuninni. Allar fylgistölur birtast í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Sérblað um fasteignamarkaðinn fylgir Viðskiptablaðinu
  • Málarekstur Kortaþjónustunnar gagnvart keppinautum
  • Sístækkandi hlutar erlendra vogunarsjóða í tryggingarfélögunum
  • Uppfærð þjóðhagsspá Seðlabankans
  • Verðmætasköpun og umgjörð um íslenskt hugvit
  • Áhrif skattalækkana Trump á Össur
  • Áhrif af sjálfvirknivæðingu ákvarðana á persónuvernd
  • Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands er í ítarlegu viðtali
  • Ný kynslóð af vinsælum sportjeppa er tekin til skoðunar
  • Vistvænar lausnir handhafa verðlauna Félags kvenna í atvinnulífinu
  • Aðgengi rafbíla að götum Parísar
  • Óðinn er á sínum stað og fjallar um húsnæðisdrauma formanns VR
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um skipan dómara í Landsrétt